Erlent

Lögreglumenn sprautuðu á slökkviliðsmenn

Slökkviliðsmönnum og lögreglumönnum laust saman í Belgíu dag þegar þeir fyrrnefndu þustu út á götur borgarinnar til að mótmæla kjörum sínum. Lögreglan brást við með því að sprauta bókstaflega slökkviliðsmönnunum af götum Brusselborgar með vatnsslöngum.Talið er að um þrettán hundruð slökkviliðsmenn hafi verið samankomnir í miðborg Brussel og var andrúmsloftið afar eldfimt. Þrír lögreglumenn og tveir slökkviliðsmenn særðust. Ástæðan fyrir andófi belgísku slökkviliðsmannanna er sú að þeir vilja fá meiri menntun og fulla viðurkenningu á því að starf þeirra sé áhættusamt. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×