Enski boltinn

Chelsea að kaupa Portúgala

Manuel da Costa er hér í baráttu við Thierry Henry hjá Arsenal
Manuel da Costa er hér í baráttu við Thierry Henry hjá Arsenal NordicPhotos/GettyImages
Sky sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að Chelsea hafi gengið frá kaupum á portúgalska varnarmanninum Manuel da Costa frá PSV Eindhoven í Hollandi. Costa þessi er sagður valda því að spila hvaða stöðu sem er í vörninni og hefði liðið vel geta notað mann með þá hæfileika í vetur. Costa er tvítugur og samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum gengur hann í raðir Chelsea í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×