Erlent

61 árs kona ól barn í Danmörku

61 árs gömul kona fæddi stúlkubarn á Ríkisspítalunum í Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, að sögn Ekstra blaðsins. Konan er elsta kona sem fætt hefur barn í Danmörku og sú níunda elsta í heimi. Hún er á eftirlaunum og hafði farið í tæknifrjóvgun í Englandi vegna 45 ára efra aldurstakmarks kvenna í tæknifrjóvgunum í Danmörku. Barnið vóg 12 merkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×