Erlent

Þak hrundi á hóteli í Ríó

Verslunarmaður stillir út grímu á kjötkveðjuhátíðinni í Ríó í síðustu viku.
Verslunarmaður stillir út grímu á kjötkveðjuhátíðinni í Ríó í síðustu viku. MYND/AFP

Í það minnsta tveir létust og tíu slösuðust þegar þak hrundi yfir inngangi á hóteli í Río höfuðborg Brasilíu í dag. Hótelið er við Copacabana ströndina í Ríó sem er geysivinsæl af ferðamönnum. Ekki er vitað hvort fólkið var gestkomandi á hótelinu, eða vegfarendur á götunni.

Enn er verið að lyfta þakinu og er vonast til að einhverjir fynnist á lífi í rústunum. Að sögn Globo sjónvarpsstöðvarinnar er hótelið eitt það elsta á svæðinu og hafði nýlega verið enduruppgert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×