Erlent

Þversagnir vesturveldanna

Vesturveldin krefjast þess að Íranir hætti auðgun úrans annars eru þau ekki tilbúin að ræða hvort kjarnorkuáætlunin sé ólögleg. Þetta segir Gholamhossein Elham talsmaður Íransstjórnar. Hann segir vesturveldin vera í þversögn við sig sjálf - að það sé þversögn að Íranir þurfi að leggja áætlanir sínar niður til að hægt sé að ræða þær. Fulltrúar fimm ríkja sem eiga fasta aðild að öryggisráði S.Þ., Bandaríkjanna, Bretlands, Kína, Rússlands og Frakklands funda í dag ásamt Þjóðverjum í London þar sem lögð verða drög að næstu skrefum í deilunni um kjarnorkumál Írana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×