Erlent

Segist ekki sjá nein batamerki

Muqtada al Sadr Hefur ekki sést opinberlega í mánuð.
Muqtada al Sadr Hefur ekki sést opinberlega í mánuð. MYND/AP

Herskái sjíaklerkurinn Muqtada al Sadr segist ekki sjá að öryggisátak íraskra og bandarískra hermanna í Bagdad hafi borið neinn árangur, þrátt fyrir að hafa nú staðið í þrjár vikur.

Í ávarpi frá honum, sem lesið var í gær, sagði hann að bílasprengjur væru enn að springa í Bagdad.

Jafnframt hvatti hann sjía og súnnía til að hætta að berjast innbyrðis og koma sér þess í stað upp „eigin öryggisráðstöfunum“, frekar en að treysta á „hernámsliðið“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×