Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði 4. október 2007 18:47 Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson, í fylgd yfirlögregluþjóns, er mættur á Bakkafjörð, einnig lögfræðingar og aðrir fulltrúar lánadrottna fiskvinnslunnar Gunnólfs. Nauðungaruppboð stendur yfir á fyrrum stærsta atvinnufyrirtæki þessa fámenna þorps. Þar til í fyrra unnu þarna að staðaldri um þrjátíu manns, drjúgur meirihluti vinnufærra manna í byggðarlaginu. Rekstrinum var hætt fyrir rúmu ári, þegar fyrirtækið réð ekki lengur við skuldirnar, sem dráttarvextirnir höfðu hjálpað til við að hækka upp í 200 milljónir króna. Fjórar fasteignir stóðu að veði sem nú voru seldar hæstbjóðanda. Fiskvinnsluhúsin fóru fyrir lítið. Eitt á sjö millónir króna, annað á þrjár milljónir en það stærsta á 21 milljón. Samtals byggingar upp á 2.200 fermetra með öllum búnaði, allar slegnar Byggðastofnun. Loks er komið að því að bjóða upp æskuheimili framkvæmdastjórans, Kristins Péturssonar, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 22 árum og rak það ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu S. Högnadóttur. Þau eru nú eignalaus. Uppboðið fer fram í eldhúsinu en á sama tíma ræddi Björn Þorláksson við Kristin á Akureyri.Hann kennir aflasamdrætti mest um. Kvótalaus fiskvinnslan gat ekki lifað. Afleiðingar sjást á mannfjöldatölum, íbúum hefur á fáum árum fækkað um 40 prósent, úr 130 manns niður í 80. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson, í fylgd yfirlögregluþjóns, er mættur á Bakkafjörð, einnig lögfræðingar og aðrir fulltrúar lánadrottna fiskvinnslunnar Gunnólfs. Nauðungaruppboð stendur yfir á fyrrum stærsta atvinnufyrirtæki þessa fámenna þorps. Þar til í fyrra unnu þarna að staðaldri um þrjátíu manns, drjúgur meirihluti vinnufærra manna í byggðarlaginu. Rekstrinum var hætt fyrir rúmu ári, þegar fyrirtækið réð ekki lengur við skuldirnar, sem dráttarvextirnir höfðu hjálpað til við að hækka upp í 200 milljónir króna. Fjórar fasteignir stóðu að veði sem nú voru seldar hæstbjóðanda. Fiskvinnsluhúsin fóru fyrir lítið. Eitt á sjö millónir króna, annað á þrjár milljónir en það stærsta á 21 milljón. Samtals byggingar upp á 2.200 fermetra með öllum búnaði, allar slegnar Byggðastofnun. Loks er komið að því að bjóða upp æskuheimili framkvæmdastjórans, Kristins Péturssonar, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 22 árum og rak það ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu S. Högnadóttur. Þau eru nú eignalaus. Uppboðið fer fram í eldhúsinu en á sama tíma ræddi Björn Þorláksson við Kristin á Akureyri.Hann kennir aflasamdrætti mest um. Kvótalaus fiskvinnslan gat ekki lifað. Afleiðingar sjást á mannfjöldatölum, íbúum hefur á fáum árum fækkað um 40 prósent, úr 130 manns niður í 80.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira