Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði 4. október 2007 18:47 Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson, í fylgd yfirlögregluþjóns, er mættur á Bakkafjörð, einnig lögfræðingar og aðrir fulltrúar lánadrottna fiskvinnslunnar Gunnólfs. Nauðungaruppboð stendur yfir á fyrrum stærsta atvinnufyrirtæki þessa fámenna þorps. Þar til í fyrra unnu þarna að staðaldri um þrjátíu manns, drjúgur meirihluti vinnufærra manna í byggðarlaginu. Rekstrinum var hætt fyrir rúmu ári, þegar fyrirtækið réð ekki lengur við skuldirnar, sem dráttarvextirnir höfðu hjálpað til við að hækka upp í 200 milljónir króna. Fjórar fasteignir stóðu að veði sem nú voru seldar hæstbjóðanda. Fiskvinnsluhúsin fóru fyrir lítið. Eitt á sjö millónir króna, annað á þrjár milljónir en það stærsta á 21 milljón. Samtals byggingar upp á 2.200 fermetra með öllum búnaði, allar slegnar Byggðastofnun. Loks er komið að því að bjóða upp æskuheimili framkvæmdastjórans, Kristins Péturssonar, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 22 árum og rak það ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu S. Högnadóttur. Þau eru nú eignalaus. Uppboðið fer fram í eldhúsinu en á sama tíma ræddi Björn Þorláksson við Kristin á Akureyri.Hann kennir aflasamdrætti mest um. Kvótalaus fiskvinnslan gat ekki lifað. Afleiðingar sjást á mannfjöldatölum, íbúum hefur á fáum árum fækkað um 40 prósent, úr 130 manns niður í 80. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson, í fylgd yfirlögregluþjóns, er mættur á Bakkafjörð, einnig lögfræðingar og aðrir fulltrúar lánadrottna fiskvinnslunnar Gunnólfs. Nauðungaruppboð stendur yfir á fyrrum stærsta atvinnufyrirtæki þessa fámenna þorps. Þar til í fyrra unnu þarna að staðaldri um þrjátíu manns, drjúgur meirihluti vinnufærra manna í byggðarlaginu. Rekstrinum var hætt fyrir rúmu ári, þegar fyrirtækið réð ekki lengur við skuldirnar, sem dráttarvextirnir höfðu hjálpað til við að hækka upp í 200 milljónir króna. Fjórar fasteignir stóðu að veði sem nú voru seldar hæstbjóðanda. Fiskvinnsluhúsin fóru fyrir lítið. Eitt á sjö millónir króna, annað á þrjár milljónir en það stærsta á 21 milljón. Samtals byggingar upp á 2.200 fermetra með öllum búnaði, allar slegnar Byggðastofnun. Loks er komið að því að bjóða upp æskuheimili framkvæmdastjórans, Kristins Péturssonar, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 22 árum og rak það ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu S. Högnadóttur. Þau eru nú eignalaus. Uppboðið fer fram í eldhúsinu en á sama tíma ræddi Björn Þorláksson við Kristin á Akureyri.Hann kennir aflasamdrætti mest um. Kvótalaus fiskvinnslan gat ekki lifað. Afleiðingar sjást á mannfjöldatölum, íbúum hefur á fáum árum fækkað um 40 prósent, úr 130 manns niður í 80.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira