Innlent

Stjórnin hefði fallið ef vægi atkvæða væri jafnt

Stjórnin féll og hélt á víxl á meðan talning stóð yfir.
Stjórnin féll og hélt á víxl á meðan talning stóð yfir.

Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn.

Mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann samkvæmt núverandi kosningakerfi. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - 32 - þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu að fá samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent.

Ef landið allt væri eitt kjördæmi og engin fimm prósenta þröskuldur - sem þýðir að flokkur fær ekki þingmann nema fá yfir fimm prósent atkvæða - hefðu þingmennirnir dreifst með nokkuð öðrum hætti en reyndin varð.

Þannig hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 23 þingmenn en ekki 25. Framsókn fengi 7 eins og í kosningunum nú. Stjórnarflokkarnir hefðu því ekki meirihluta.

Kosningakerfið er ekki hliðhollt Frjálslynda flokknum sem fengi 5 þingmenn ef vægi atkvæða væri jafnt en ekki fjóra.

Íslandshreyfingin myndi hafa tvo þingmenn ef ekki væri 5% þröskuldur. Samfylking væri með 17 þingmenn en ekki átján en þingmannatala Vinstri grænna væri óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×