Fótbolti

Everton losar sig við Wright og Pistone

Richard Wright hefur ekki staðið undir væntingum
Richard Wright hefur ekki staðið undir væntingum

Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur losað sig við tvo leikmenn sína, þá Richard Wright, markvörð, og varnarmanninn Alessandro Pistone.

Pistone hefur glímt við meiðsli í næstum tvö ár og því ekki reynst liðinu vel og Wright hefur ekki staðið undir væntingum. 

 

Þegar Wright kom til liðsins frá Arsenal árið 2002 fyrir 3,5 milljónir punda voru miklar vonir bundnar við hann, enda þótti hann þá líklegur framtíðarmarkvörður enska landsliðsins. Hann hefur leikið 60 deildarleiki með Everton síðan hann kom til liðsins, en einungis verið valinn í liðið í tvígang á þessari leiktíð. Ian Turner hefur staðið milli stanganna í hans stað.

 

Á meðan endurnýjaði Everton samninga við miðjumanninn Lee Carsley og varnarmanninn Alan Stubbs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×