Fótbolti

Bandaríkjamenn hömpuðu gullbikarnum

Bandaríkjamenn fögnuðu sigri í gullbikarnum í nótt
Bandaríkjamenn fögnuðu sigri í gullbikarnum í nótt NordicPhotos/GettyImages

Bandaríkjamenn sigruðu í nótt í keppninni um gullbikarinn eftir 2-1 sigrur á grönnum sínum Mexíkóum í úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Chicago en gullbikarinn er keppni Norður- og Mið-Ameríkuríkja auk þjóða úr karabíska hafinu. Andrés Guardado kom Mexíkóum yfir skömmu fyrir leikhlé en Landon Donovan jafnaði úr víti á 62. mínútu áður en Benny Feilhaber skoraði glæsilegt sigurmarkið tíu mínútum síðar.

Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1934 sem Bandaríkjamenn vinna sigur á grönnum sínum eftir að hafa lent undir. Bandaríkjamenn hafa aðeins tapað einu sinni fyrir Mexíkóum í 12 leikjum síðan árið 2000, en reyndar hafa flestar viðureignir liðanna farið fram í Bandaríkjunum. Það breytti þó litlu í gær þar sem flestir þeirra 60.000 áhorfenda sem mættu á leikinn klæddust grænu og voru á bandi Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×