Erlent

Dóttir Giulianis styður Obama

Rudolph Giuliani á kosningafundi í New York.
Rudolph Giuliani á kosningafundi í New York. MYND/AP

Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, sem sækist eftir útnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins í kosningum í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur fengið mótbyr úr óvæntri átt.

Komið hefur í ljós að dóttir hans, Caroline, er tengd stuðningsmannahópi blökkumannsins Baracks Obama sem sækist eftir því að verða forsetaefni demókrata á næsta ári.

Það var netblaðið Slate sem greindi frá þessu og þegar það hugðist leita viðbragða hjá hinni 18 ára Caroline var hún fljót taka út nafnið sitt á stuðningsmannalista Obama. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að fréttin spyrðist út í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×