Samfylkingin ætlar að breyta eftirlaunalögum 14. apríl 2007 12:00 Samfylkingin ætlar að breyta lögum um eftirlaun ráðamanna komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum kosningum þannig að meira jafnræði komist á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Formaður flokksins sagði í setningarræðu að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar yrði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða. Landsfundur Samfylkingarinnar var settur í gær og stendur fram á sunnudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, sagði meðal annars í setningarávarpi sínu að í landinu hefðu risið harðari deilur en dæmi væru um í langan tíma, deilur þar sem stjórnarflokkarnir væru í aðalhlutverki. Þar nefndi hún fjölmiðlamálið, olíusamráðið, Baugsmálið, einkavæðinguna og nú síðast auðlindamálið.Hún sagði að tvö mál væru eins og fleinn í holdi þjóðarinnar eftir stjórnartíð ríkisstjórnarinnar. „Annars vegar er Íraksmálið sem var siðlaus ákvörðun tekin í óðagoti. Samfylkingin hefur þá staðföstu skoðun að það eigi að verða verk nýrrar ríkisstjórnar að taka Ísland út af lista hinna vígfúsu þjóða," sagði Ingibjörg.Og hins vegar nefndi hún eftirlaunafrumvarpið.„Í árslok 2003 var friður rofinn í íslensku samfélagi með lagasetningu sem færði ráðamönnum ríkisins eftirlaun langt umfram það sem almennt gerist. Kæru félagar. Ég var andsnúinn þessu frá upphafi og ég mun beita mér fyrir því að hinum umdeildu lögum verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings," sagði Ingibjörg. Kosningar 2007 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Samfylkingin ætlar að breyta lögum um eftirlaun ráðamanna komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum kosningum þannig að meira jafnræði komist á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Formaður flokksins sagði í setningarræðu að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar yrði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða. Landsfundur Samfylkingarinnar var settur í gær og stendur fram á sunnudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, sagði meðal annars í setningarávarpi sínu að í landinu hefðu risið harðari deilur en dæmi væru um í langan tíma, deilur þar sem stjórnarflokkarnir væru í aðalhlutverki. Þar nefndi hún fjölmiðlamálið, olíusamráðið, Baugsmálið, einkavæðinguna og nú síðast auðlindamálið.Hún sagði að tvö mál væru eins og fleinn í holdi þjóðarinnar eftir stjórnartíð ríkisstjórnarinnar. „Annars vegar er Íraksmálið sem var siðlaus ákvörðun tekin í óðagoti. Samfylkingin hefur þá staðföstu skoðun að það eigi að verða verk nýrrar ríkisstjórnar að taka Ísland út af lista hinna vígfúsu þjóða," sagði Ingibjörg.Og hins vegar nefndi hún eftirlaunafrumvarpið.„Í árslok 2003 var friður rofinn í íslensku samfélagi með lagasetningu sem færði ráðamönnum ríkisins eftirlaun langt umfram það sem almennt gerist. Kæru félagar. Ég var andsnúinn þessu frá upphafi og ég mun beita mér fyrir því að hinum umdeildu lögum verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings," sagði Ingibjörg.
Kosningar 2007 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira