Innlent

Lögmaður fær ekki að hitta Vítisengla

Andri Ólafsson skrifar
Oddgeir Einarsson hefur verið fenginn til að verja réttindi Vítisenglanna sem eru í haldi lögreglu.
Oddgeir Einarsson hefur verið fenginn til að verja réttindi Vítisenglanna sem eru í haldi lögreglu.

Lögmaður norsku Vítisenglanna sem nú eru í haldi lögreglu á Leifsstöð fær ekki að hitta skjólstæðinga sína. Hann yfirgaf flugstöðina rétt í þessu en er væntanlegur aftur innan skamms.

Búist er við fleiri Vítisenglum frá Noregi síðar í kvöld.

Oddgeir segist hafa rætt við Jóhann Benediktsson, sem stýrir aðgerðum lögreglu á Leifsstöð, og beðið um að fá að hitta mennina. Þeirri beiðni hafi verið hafnað.

"Mér var sagt að ég fengi ekki að hitta mennina. Þær útskýringar sem ég fékk fyrir því tel ég ekki vera réttmætar," segir Oddgeir

Hann segist lítið þekkja til þessa manna sem í haldi eru en tekur fram þeir hafi sín réttindi og að þau þurfi að verja.

Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa þrír norskir meðlimir Hells Angels verðir handteknir í Leifsstöð. Eiginkonur þeirra eru með í för en þær hafa ekki verið handteknar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×