Erlent

Sprengjuhótun í sendiráði í Jakarta

Getty Images

Sendiráði Bandaríkjanna í Jakarta höfuðborg Indónesíu barst sprengjuhótun í morgun þar sem sagði í SMS-skilaboðum að Al Kaída ætlaði að sprengja sendiráðið í loft upp. Leitað var hátt og lágt í þessari rammgerðu byggingu en hvorki fannst tangur né tetur af meintri sprengju. Ekki var einu sinni gengið svo langt að rýma bygginguna en gerðar ráðstafanir til að það gæti gengið fljótt fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×