Erlent

Leystu upp dóphring

AP

Fíkniefnalögregla í Bandaríkjunum segist hafa handtekið meira en 400 manns og lagt hald á yfir 18 tonn af fíkniefnum í árás á mexíkóskan smyglhring á síðustu mánuðum. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna Alberto Gonzales sagði í gær þessa aðgerð hafa tekið nær tvö ár og gengið vonum framar.

Hann sagði að smyglhringurinn hefði algjörlega verið leystur upp og aðgerðina til marks um það hverju má áorka með góðu samstarfi ríkja. Smyglhringurinn sem kenndur er við Victor Emilio Cazares Gastellum hefur dreift kókaíni, marijúana og öðrum fíkniefnum í Bandaríkjunum árum saman. Á síðasta ári létust yfir tvöþúsund manns fyrir hendi eiturlyfjasala í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×