Innlent

Sofnuðu út frá eldamennskunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út tvisvar í morgunsárið að í íbúðum í austurborginni eftir að sársvangir næturhrafnar höfðu sofnað út frá eldamennsku. Reykskynjarar fóru í gang en hinir þreyttu mathákar sváfu sem fastast.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var í báðum tilvikum um lítinn reyk að ræða og þurfti aðeins opna glugga til að reykræsta íbúðirnar. Að sögn slökkviliðsins eru svona útköll nokkuð algeng um helgar að morgni til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×