Fótbolti

Svíum dæmdur 3-0 sigur

AFP

Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Svíum 3-0 sigur á Dönum í skrautlegum leik þjóðanna í undankeppni EM á dögunum. Leikurinn á Parken í Kaupmannahöfn var flautaður af undir lokin í stöðunni 3-3 þar sem ölvuð fótboltabulla hljóp inn á völlinn og réðist að dómaranum. Dómarinn flautaði af og dæmdi sænskum sigur og nú hefur UEFA staðfest þann grimma dóm yfir Dönum.

Danska knattspyrnusambandið var auk þessa dæmt til að greiða 61,000 evrur í sekt og þarf að spila fjóra næstu leiki sína utan höfuðborgarinnar. Danir mæta því Liechtenstein, Spánverjum, Lettum og Íslendingum utan Kaupmannahafnar - og þar að auki þarf leikurinn við Liechtenstein að fara fram fyrir luktum dyrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×