Enski boltinn

Grannliðin í Liverpool sektuð

NordicPhotos/GettyImages
Knattspyrnufélögin Liverpool og Everton hafa verið sektuð um 10 þúsund pund og gefin hörð viðvörun vegna slagsmála sem brutust út í haust þegar varalið félaganna áttust við. Nokkrum leikmönnum var þá vísað af velli eftir að slagsmál brutust út þegar Jerzy Dudek markverði Liverpool var sýnt rauða spjaldið. Liverpool var sektað aukalega vegna óláta leikmanna liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×