Enski boltinn

Liverpool kaupir Babel

Mynd/AP

Liverpool hefur klófest hollenska landsliðsmanninn Ryan Babel frá Ajax og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við félagið. Talið er að Liverpool pungi út 11,5 milljónum punda fyrir leikmanninn.

„Ég hef talað við Rafael Benitez, og eftir það vissi ég að ég að samningar myndu nást," sagði Babel við heimasíðu liðsins. „Svo hitti ég Dirk Kuyt á æfingu, en ég þekki hann úr hollenska landsliðinu. Mér finnst við ekki vera keppinautar, en ég býst við að það muni breytast."

Liverpool hefur einnig fest kaup á Yossi Benayoun frá West Ham fyrir fimm milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×