Erlent

Deila um forræðið á níræðisaldri

Hjónin Morris and Mildred Brasovankin á heimili sínu.
Hjónin Morris and Mildred Brasovankin á heimili sínu.

Hjón á níræðisaldri berjast nú fyrir forræði yfir fimm ára ofvirku barnabarni sínu fyrir rétti í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Barnaverndaryfirvöld tóku drenginn af þeim í júní og komu honum fyrir í tímabundinni vistun hjá fósturfjölskyldu þar sem hjónin þóttu of gömul til að ala hann upp.

Drengurinn er barn vændiskonu sem er háð krakki og geðsjúks 54 ára sonar hjónanna. Hann fæddist mikið fyrir tímann, háður krakki og hefur glímt við þroskavandamál og ofvirkni.

Hjónin hafa verið gift í 56 ár og eiga þrjú önnur barnabörn. Þau segjast vera þau einu sem veita drengnum ást og stöðugleika en hann hafi frá fæðingu alist að mestu upp hjá þeim.

Saksóknarar segja hinsvegar að hjónin, sem eru 85 og 89 ára gömul séu ekki fær um að sjá um barn með sérþarfir á borð við þær sem mikið ofvirkur drengur hefur.

Síðan drengurinn var tekinn af þeim geta þau hinsvegar bara hitt hann einn klukkutíma í mánuði.

Á þriðjudag ræðst hvort að vistun drengngsins hjá fósturfjölskyldunni verður varanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×