Vatnstjón vegna eldingar 11. mars 2007 18:30 Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Það var ófögur sjón sem mætti íbúunum í fjölbýlishúsinu vestast á Sólvallagötu í morgun - bílageymslan og geymslur fullar af vatni. Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn höfðu ekki séð annað eins. Talið er að dælt hafi verið allt að fimmtán hundruð tonnum af vatni úr bílakjallara undir húsinu og geymslum sem voru þar neðar. Vatnið náði allt að tveggja metra hæð á þeim stöðum. Seinnipartinn var svo hægt að taka bílana úr kjallaranum og ljóst að verulegar skemmdir hafa orðið á þeim enda vatnið lúmskur tjónavaldur - ekki síst þegar vatnið er blandað skólpi. Tjónið er tilfinnanlegt. Líklega má rekja þetta tjón til þess að eldingu sló niður í háspennulínur Landsnets á milli Geitháls og Kolviðarhóls. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets segir þessa eldingu hafa verið öfluga en þó hefði búnaður sem tengdist netinu átt að þola skammhlaupið. Það virðist ekki hafa gerst og hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsignar að dælur hitaveitunnar í Árbæ hefði orðið óvirkar. Heitavatnslaust var í því í þeim bæjarhluta í dag . Guðmundur Sigurðsson, talsmaður Orkuveitunnar segir að ekki liggi ljóst fyrir hvernig skammhlaupið hafði áhrif á dælurnar í Vesturbænum sem brugðust með þeim afleiðingum að það flæddi í kjallara. Þessi vatnselgur hafði þau áhrif að jarðvegur seig undan steinhellum við húsgaflinn á Sólvallagötunni. Það flæddi einnig inní kjallara verslunar BYKO sem er við hlið íbúðarhússins. Eldingin og skammhlaupið sló einnig út rafmagninu hjá álverinu á Grundartanga og í Straumsvík en engar spurninr hafa borist af tjóni vegna þessa. Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Það var ófögur sjón sem mætti íbúunum í fjölbýlishúsinu vestast á Sólvallagötu í morgun - bílageymslan og geymslur fullar af vatni. Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn höfðu ekki séð annað eins. Talið er að dælt hafi verið allt að fimmtán hundruð tonnum af vatni úr bílakjallara undir húsinu og geymslum sem voru þar neðar. Vatnið náði allt að tveggja metra hæð á þeim stöðum. Seinnipartinn var svo hægt að taka bílana úr kjallaranum og ljóst að verulegar skemmdir hafa orðið á þeim enda vatnið lúmskur tjónavaldur - ekki síst þegar vatnið er blandað skólpi. Tjónið er tilfinnanlegt. Líklega má rekja þetta tjón til þess að eldingu sló niður í háspennulínur Landsnets á milli Geitháls og Kolviðarhóls. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets segir þessa eldingu hafa verið öfluga en þó hefði búnaður sem tengdist netinu átt að þola skammhlaupið. Það virðist ekki hafa gerst og hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsignar að dælur hitaveitunnar í Árbæ hefði orðið óvirkar. Heitavatnslaust var í því í þeim bæjarhluta í dag . Guðmundur Sigurðsson, talsmaður Orkuveitunnar segir að ekki liggi ljóst fyrir hvernig skammhlaupið hafði áhrif á dælurnar í Vesturbænum sem brugðust með þeim afleiðingum að það flæddi í kjallara. Þessi vatnselgur hafði þau áhrif að jarðvegur seig undan steinhellum við húsgaflinn á Sólvallagötunni. Það flæddi einnig inní kjallara verslunar BYKO sem er við hlið íbúðarhússins. Eldingin og skammhlaupið sló einnig út rafmagninu hjá álverinu á Grundartanga og í Straumsvík en engar spurninr hafa borist af tjóni vegna þessa.
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira