Erlent

Leita sér aðstoðar vegna vændiskvennafíknar

MYND/Reuters

Ráðgjafarskrifstofa í tengslum við vændi í Danmörku hefur haft í nógu að snúast frá því að henni var komið á fót fyrir hálfu ári. Eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins hefur skrifstofan haft í nógu að snúast við að hjálpa karlmönnum sem sagðir eru háðir því að kaupa þjónustu vændiskvenna.

Á bilinu 120-130 karlmenn hafa leitað til ráðgjafarskrifstofunnar og eru sumir svo langt leiddir að hegðun þeirra minnir á hegðun langt leiddra fíkniefnaneytenda þannig að þeir leita til vændiskvenna oft í viku eða jafnvel daglega. Haft er eftir starfsmanni á ráðgjafarskrifstofunni að mennirnir skammist sín þá oft fyrir að lifa tvöföldu lífi og ljúga að fjölskyldu sinni.

„Maðurinn fær skammvinna hugarfró af því að leita á náðir vændiskonu en um leið og hann yfirgefur vændishúsið hellist yfir hann þunglyndi og tómleikatilfinning. Hann missir stjórn á sér og eina hugsunin sem kemst er sú hvenær hann geti farið aftur á vændishúsið," segir Kenno Simonsen, sálfræðingur sem hefur verið með vændisfíkla í meðferð, í samtali við Jótlandspóstinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×