Erlent

Starfsmenn alþjóðlegu geimstöðvarinnar í endurbótaleiðangri

MYND/AP

Tveir af starfsmönnum alþjóðlegu geimstöðvarinnar fóru í dag í geimgöngu þar sem lokið verður við að koma upp nýju kælikerfi í stöðinni.

Þau Michael Lopez-Alegria og Sunita Williams héldu út í gönguna um háltvö í dag og er reiknað með að þau verði í sex og hálfa klukkustund utan stöðvarinnar.

Þetta er önnur af þremur geimgöngum sem farnar verða á níu dögum í þeim tilgangi að endurbæta stöðina. Endurbæturnar gera geimflaugum meðal annars kleift að tengjast rafkerfi geimstöðvarinnar og þannig lengja dvölina úti í geimnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×