Erlent

Sagði af sér vegna faðmlags

Faðmlagið örlagaríka
Faðmlagið örlagaríka

Ráðherra ferðamála í Pakistan tilkynnti í dag um afsögn sína vegna faðmlags. Ráðherrann, Nilofar Bakhtiar, tók þátt í söfnun til handa fórnarlömbum jarðskjálftans sem skók landið fyrir tveimur árum síðan. Til þess að safna áheitum fór hún í fallhlífastökk og eftir að hafa lent heilu og höldnu faðmaði hún leiðbeinanda sinn.

Þetta olli mikilli reiði á meðal klerka í höfuðborginni Islamabad sem sökuðu ráðherrann um að vera í óviðurkvæmilegum stellingum og fyrir að brjóta íslamskar hefðir. Í viðtali við þarlent dagblað í dag sagðist ráðherrann hafa orðið fyrir vonbrigðum með að samstarfsmenn hennar í ríkisstjórninni hafi ekki komið henni til varnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×