Erlent

Eignaspjöll á go-kart höll

Það er allt á kafi í snjó í Danmörku
Það er allt á kafi í snjó í Danmörku AP

Snjóþyngslin í Danmörku eru farin að valda þónokkrum eignaspjöllum en þak stærstu go-kart hallar Evrópu féll niður á gólf vegna snjóþyngsla í morgun. Go-Kart höllin Racehall er í nágrenni Árósa en alls hrundu um 400 fermetrar af þakinu niður á þessari 9000 fermetra stóru höll.

1200 manns sem áttu pantað í go-kart þurfa að finna sér annað við tímann að gera næstu daga vegna þessa. Ljóst er að skaðinn er töluverður en höllin var opnuð vorið 2005 en þarf nú að gangast undir óvæntar endurbætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×