Erlent

Horta býður sig fram til forseta

Jose Ramos Horta
Jose Ramos Horta Getty Images

Jose Ramos Horta, handhafi friðarverðlauna Nóbels ætlar að bjóða sig fram sem forseta Austur-Tímor. Horta tók við embætti forsætisráðherra á síðasta ári eftir stjórnarkreppu. Landið lýsti yfir sjálfstæði frá Indónesíu fyrir fimm árum en síðan hefur verið afar róstursamt þar. Xanana Gusmao hefur verið forseti landsins síðan það fékk sjálfstæði en hann ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Gusmao var áður leiðtogi uppreisnarhermanna í landinu, áður en það hlaut sjálfstæði.

Jose Ramos Horta hlaut sem fyrr segir friðarverðlaun Nóbels árið 1996 fyrir friðsamlega baráttu fyrir sjálfstæði Austur-Tímor, verðlaunin hlaut hann ásamt Carlos Belo sem er rómversk-kaþólskur biskup í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×