Erlent

Fangelsaður fyrir blogg

MYND/www.freekareem.org

Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í dag bloggara í fjögurra ára fangelsi fyrir móðgun við Íslam og forseta landsins. Bloggarinn, Abdel Kareem Soliman er sá fyrsti sem er dæmdur í fangelsi í landinu fyrir skrif á vefinn. Hann hefur um langa hríð notað bloggið sitt til að gagnrýna al-Azhar háskólann, sem er ein helsta trúarstofnun landsins og Hosni Mubarak forseta, sem Soliman hefur kallað einræðisherra.

Soliman, sem er 22 ára var dæmdur í heimaborg sinni Alexandríu en þar er einmitt al-Azhar háskólinn. Hann var sjálfur nemandi við skólann en var rekinn fyrir skrif sín í fyrra. Þrjú ár af fangelsisdómnum fékk Soliman fyrir móðgun við Íslam en eitt fyrir ummæli um forsetann. Talsmaður Mannréttindasamtaka Egyptalands segist syrgja dóminn og segir hann vera skilaboð til allra bloggara landsins, að þeir verði að gæta orða sinna enda sé fylgst grannt með þeim.

Vefsíða stuðningsmanna Soliman




Fleiri fréttir

Sjá meira


×