Erlent

Þrír bandarískir hermenn játa nauðgun og morð

Hermenn í Írak - myndin tengist ekki fréttinni
Hermenn í Írak - myndin tengist ekki fréttinni MYND/AP

Þrír bandarískir hermenn hafa játað fyrir herrétti að hafa nauðgað og myrt 14 ára írakskri stúlku. Þeir nauðguðu stúlkunni allir áður en þeir myrtu hana. Þeir verða dæmdir í lífstíðarfangelsi í bandarískum herrétti en um það hafa lögmenn þeirra og saksóknari náð samkomulagi eftir að þeir játuðu allir glæpinn. Þá hafa þeir allir verið reknir úr hernum með skömm. Ódæðið frömdu þeir í mars á síðasta ári.

Sem fyrr segir nauðguðu þeir stúlkunni allir þrír og skutu hana svo í höfuðið, þá brenndu þeir líkið til að reyna að fela ummerki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×