Erlent

Tígrisdýr drap stúlku í dýragarði

Getty Images

Sex ára stúlka dó þegar tígrísdýr beit hana í dýragarði í Kunming í suðvesturhluta Kína í dag. Stúlkan var að sitja fyrir á mynd þegar tígrísdýrið fældist við leifturljós myndavélarinnar og beit stúlkuna í höfuðið.

Starfslið dýragarðsins réðist að tígrisdýrinu þar til það sleppti stúlkunni, þá var hinsvegar um seinan, stúlkan var höfuðkúpubrotin og lést á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×