Erlent

Hátt í 300 manns fluttir af hótelpalli í Norðursjó

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hátt í þrjú hundruð manns voru fluttir af hótelpalli í Norðursjó um hádegisbil eftir að akkeri pallsins slitnuðu í nótt og morgun. Mjög hvasst er á þeim slóðum sem palllurinn er og tóku rekstaraðilar hans enga áhættu og sóttu íbúa á pallinum enda er óttast að pallinn fari að reka um Norðursjó.

Tæplega 40 manna hópur sem sérhæfður er í að takast á við aðstæður sem þessar varð þó eftir. Pallurinn, sem ber nafnið Port Reval, var byggður árið 1976 og hefur verið gististaður manna sem unnið hafa að því að taka í sundur gasborpalla á svokölluðu Friggjarsvæði í Norðursjó þar sem gas var unnið frá árinu 1978 til 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×