Erlent

Vilja að stríðsherrar fái friðhelgi

Mynd/AP

Tugir þúsunda söfnuðust saman í Kabúl höfuðborg Afganistan í dag til að krefjast þess að gamlir stríðsherrar fái friðhelgi gegn því að vera sóttir til saka fyrir stríðsglæpi. Á meðal þeirra sem þar komu saman voru fyrrum stríðsmenn mujahideen og fyrirmenn í ríkisstjórn landsins.

Efri deild afganska þingsins hefur þegar samþykkt að stríðsherrarnir fái friðhelgi en lögin bíða enn undirskriftar Hamid Karzai forseta en hann er yfirlýstur andstæðingur þessa.

Um er að ræða þá sem leiddu herdeildir í áratuga borgarastríði og stríði við Sovíetmenn á níunda áratugnum. Alþjóðleg mannréttindasamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa mótmælt löggjöfinni og segja að réttlætinu verði að fullnægja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×