Erlent

Sextán látnir í ferjuslysi við Indónesíu

Strandgæsla Indónesíu reynir að slökkva eldinn í ferjunni í gær.
Strandgæsla Indónesíu reynir að slökkva eldinn í ferjunni í gær. MYND/AP

Að minnsta kosti sextán manns týndu lífi eftir að eldur kom upp í ferju á leið frá Djakarta til eyjunnar Bangka í Indónesíu í gær. Eldurinn kom upp í bílaþilfari og greip mikil skelfing um sig meðal yfir þrjú hundruð farþega sem voru í ferjunni.

Kastaði fólk sér í sjóinn og að sögn yfirvalda vöru ósynd börn í hópi þeirra sem drukknuðu í hamaganginum. Yfir 290 manns var bjargað um borð í fiskibáta sem voru í nágrenninu en enn er á annars tugs manna saknað. Aðeins eru tveir mánuðir síðan ferja sökk við Indónesíu með þeim afleiðingum að yfir 400 manns létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×