Erlent

Eldflaug skotið á sendiráð

Eldflaug var skotið á bandaríska sendiráðið í Aþenu í Grikklandi. Engan sakaði og voru skemmdir litlar.

Eldflauginni var skotið af þriðju hæð úr nærliggjandi húsi. Lögreglan rannsakar hvort sömu aðilar standi að baki árásinni og sex árásum á síðustu þremur árum.

Vitni sáu þrjá menn og eina konu flýja af vettvangi og hefur lögregla rannsakað fingraför og sígarettustubba sem fundust þar sem eldflauginni var skotið.

Yfirvöld telja árásina tengda mótmælum vegna Guantánamo- fangelsisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×