Erlent

Bashir forseti hafnar SÞ-liði

omar al-bashir
omar al-bashir

Forseti Súdans, Omar al-Bashir, segir reynslu af friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna í heiminum slæma og vill ekki fá það inn í Darfur-hérað. Hann segir hermenn Afríkusambandsins fullfæra um að halda uppi reglu í þessu stríðshrjáða héraði, fái þeir til þess fjárveitingu.

Þessi yfirlýsing forsetans gengur gegn yfirlýsingu súdanskra embættismanna í desember sem sögðu að stjórnvöld myndu samþykkja takmarkað gæslulið á vegum SÞ í héraðinu. Einnig höfðu fulltrúar Afríkusambandsins lagt til að alþjóðasamfélagið tæki yfir friðargæslu í Darfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×