Erlent

Leitar að höfði til að húðflúra

Blane Dickinson leitar nú ákaft að höfði til að húðflúra.

Dickinson er rúmlega þrítugur húðflúrlistamaður í Bretlandi. Hann hefur fengið þá nýstárlegu hugmynd að skreyta höfuð með mynd af dæmigerðum breskum morgunmat.

 En til þess vantar hann mann eða konu sem er til í að veita honum aðgang að höfuðleðri sínu.

Hugmynd Dickinsons er að teikna hníf og gaffal hvort sínum megin höfuðsins á bak við eyrun.

Síðan verður flúraður diskur á milli með spældum eggjum, beikoni og pylsum og öðru hefðbundnu góðgæti, „en ég er alveg til í að gera breytingar til að hæfa smekk eða bakgrunni hvers sem er,“ segir listamaðurinn.

„Ég hef gaman af því að fá fólk til að hugsa,“ segir Dickinson til útskýringar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×