Umferðarálag við þolmörk í Ártúnsbrekku Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2007 18:30 Umferð um Ártúnsbrekku í Reykjavík um háannatímann á morgnana er alveg við þolmörk þess sem vegurinn ber, að mati sérfræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Sundabraut mun taka allt að þriðjung þeirra umferðar þegar hún verður komin í gagnið. Með aukinni bílaeign og auknum íbúafjölda í ákveðnum úthverfum borgarinnar, hefur umferð um stofnæðar borgarinnar þyngst hröðum skrefum undanfarin ár. Þeir sem búa á Suðurnesjum, Hafnarfirði og Kópavogi og sækja vinnu eða skóla inn í vesturhluta Reykjavíkur þurfa því að ætla sér lengri tíma en áður til að komast á vinnustað. Um átta leytið í morgun var bíll við bíl á Kringlumýrarbrautinni á leið inn í borgina. Sömu sögu var að segja í Ártúnsbrekku. Nær samfelld umferð var þaðan niður eftir allri Miklubraut vestur í bæ. Umferðin í Ártúnsbrekku er mjög mikil á háannatímanum á morgnana. Spurningin er hvort hér sé um eðlilega þróun að ræða frá bæ í borg, eða hvort þessi hluti samgöngukerfisins sé einfaldlega sprunginn. Ólafur Bjarnason aðstoðar sviðsstjóri hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að töluvert þurfi að gera til að auka flutningsgetu þessara leiða. Á vissum tímum á morgnana þegar allir leggi af staða á sama tíma, myndist langar raðir og það taki sinn tíma að fara þessa leið. Ólafur segir að hver akrein í Ártúnsbrekkunni beri um 1.500 bíla á klukkustund sem þýði að þegar umferðin er hvað mest milli klukkan hálf átta og níu á morgnana sé hún alveg við þolmörk sín. Nú þegar hafi verið rætt að byggja mislæg gatnamót við Miklubraut og kringlumýrarbraut. Þá sé í umræðunni að gera stokka meðfram Lönguhlíð, sem sé einn þrengsti og erfiðasti staðurinn. Mest munar þó um Sundabraut sem mun taka um þriðjung af þeirri umferð sem fer um Ártúnsbrekku í dag. En á morgnana þrýstist umferð úr hverfum í austurhluta borgarinnar nær öll inn á þessa einu umferðaræð. Ólafur segir að umferðin sé lítil milli sjö og hálf átta og því megi liðka til á þessu svæði ef fólk legði fyrr af stað á morgnana, fleiri í hverjum bíl og að fleiri nýttu sér strætó. Vegfarendur voru almennt rólegir þótt umferðin gengi hægt í morgun. Einn þeirra sem fréttastofan ræddi við, Rakel Hreinsdóttir, sagðist þó vakna hálftíma fyrr á morgnana eftir að sumarleyfum lauk, til að komast tímalega í vinnuna. Í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu kemur fram að heildarsala á bílum í ágúst síðastliðnum var 2.141á móti 1.498 í sama mánuði í fyrra. það er aukning milli þessara águstmánaða upp á 43%. Þrátt fyrir þetta hefur heildarsala á nýjum bílum dregist saman um 11,9% fyrstu átta mánuði þessa árs, miðað við sama tímabil árið 2006. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Umferð um Ártúnsbrekku í Reykjavík um háannatímann á morgnana er alveg við þolmörk þess sem vegurinn ber, að mati sérfræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Sundabraut mun taka allt að þriðjung þeirra umferðar þegar hún verður komin í gagnið. Með aukinni bílaeign og auknum íbúafjölda í ákveðnum úthverfum borgarinnar, hefur umferð um stofnæðar borgarinnar þyngst hröðum skrefum undanfarin ár. Þeir sem búa á Suðurnesjum, Hafnarfirði og Kópavogi og sækja vinnu eða skóla inn í vesturhluta Reykjavíkur þurfa því að ætla sér lengri tíma en áður til að komast á vinnustað. Um átta leytið í morgun var bíll við bíl á Kringlumýrarbrautinni á leið inn í borgina. Sömu sögu var að segja í Ártúnsbrekku. Nær samfelld umferð var þaðan niður eftir allri Miklubraut vestur í bæ. Umferðin í Ártúnsbrekku er mjög mikil á háannatímanum á morgnana. Spurningin er hvort hér sé um eðlilega þróun að ræða frá bæ í borg, eða hvort þessi hluti samgöngukerfisins sé einfaldlega sprunginn. Ólafur Bjarnason aðstoðar sviðsstjóri hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að töluvert þurfi að gera til að auka flutningsgetu þessara leiða. Á vissum tímum á morgnana þegar allir leggi af staða á sama tíma, myndist langar raðir og það taki sinn tíma að fara þessa leið. Ólafur segir að hver akrein í Ártúnsbrekkunni beri um 1.500 bíla á klukkustund sem þýði að þegar umferðin er hvað mest milli klukkan hálf átta og níu á morgnana sé hún alveg við þolmörk sín. Nú þegar hafi verið rætt að byggja mislæg gatnamót við Miklubraut og kringlumýrarbraut. Þá sé í umræðunni að gera stokka meðfram Lönguhlíð, sem sé einn þrengsti og erfiðasti staðurinn. Mest munar þó um Sundabraut sem mun taka um þriðjung af þeirri umferð sem fer um Ártúnsbrekku í dag. En á morgnana þrýstist umferð úr hverfum í austurhluta borgarinnar nær öll inn á þessa einu umferðaræð. Ólafur segir að umferðin sé lítil milli sjö og hálf átta og því megi liðka til á þessu svæði ef fólk legði fyrr af stað á morgnana, fleiri í hverjum bíl og að fleiri nýttu sér strætó. Vegfarendur voru almennt rólegir þótt umferðin gengi hægt í morgun. Einn þeirra sem fréttastofan ræddi við, Rakel Hreinsdóttir, sagðist þó vakna hálftíma fyrr á morgnana eftir að sumarleyfum lauk, til að komast tímalega í vinnuna. Í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu kemur fram að heildarsala á bílum í ágúst síðastliðnum var 2.141á móti 1.498 í sama mánuði í fyrra. það er aukning milli þessara águstmánaða upp á 43%. Þrátt fyrir þetta hefur heildarsala á nýjum bílum dregist saman um 11,9% fyrstu átta mánuði þessa árs, miðað við sama tímabil árið 2006.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“