Erlent

Nasistavín undir hamarinn

Hitler var 56 ára þegar hann framdi sjálfsmorð.
Hitler var 56 ára þegar hann framdi sjálfsmorð.

Flaska af Nasistavíni með mynd af Hitler verður boðin upp í Plymouth í Bretlandi á næstunni. Rauðvínsflaskan "Fuhrerwein" er frá árinu 1943 og markaði 54 ára afmæli Hitlers.

Á miðanum á flöskunni er mynd af Hitler í hátísku jakkafötum með bindi. Annar miði á hálsinum skartar mynd af erni sem situr ofan á hakakrossinum.

Á fréttavef Ananova kemur fram að flaskan hafi fundist nýlega í bílskúr í Frakklandi.

Vínflaskan er innsigluð, en ekki er talið ráðlegt að drekka 12 prósent vínið vegna aldurs.

Uppboðshaldarinn Paul Keen sagði að flaskan væri geysilega sjaldgæf; "Ég hef hvorki séð, né heyrt, af nokkru þessu líkt á mínum 20 ára ferli sem uppboðshaldari."

Búist er við að flaskan fari á 70 þúsund íslenskar krónur, í það minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×