Erlent

Feðgar létu lífið í hringekju í Frakklandi

Feðgar létu lífið og tveir slösuðust alvarlega þegar vagn í kraftmikilli hringekju losnaði frá og hrapaði til jarðar í gærkvöldi. Slysið varð í skemmtigarðinum "La Fête des Loges" sem er fjörutíu kílómetrum vestur af París. Hinir slösuðu voru í för með þeim látnu.

Hringekja af sömu tegund hefur nú verið tekin úr umferð í ferðatívolí sem nú er statt í Svíþjóð vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×