Erlent

Satanískir tónleikar stöðvaðir í Íran

Írönsk lögregla handtók minnst 200 manns  og lagði hald á áfengi og fíkniefni á tónleikum, sem þarlendir fjölmiðlar lýstu sem ,,satanískum".

Þá segist  lögregla hafa lagt hald á dónalega geisladiska og ósiðlega kjóla, sem skipuleggjendur tónleikanna gáfu kvenkyns gestum.

Þetta er liður í árlegri herferð stjórnvalda gegn siðleysi í landinu.

Í Íran liggur blátt bann við áfengi og eiturlyfjum, og samkvæmum þar sem óskyldir einstaklingar af gagnstæðu kyni skemmta sér saman.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×