Enski boltinn

Smith að fara til Newcastle?

NordicPhotos/GettyImages

Talið er að Newcastle sé búið að semja við Manchester United um að fá framherjann Alan Smith til liðsins. Smith vill fara frá United þar sem honum hefur verið sagt að hann fái ekki nýjan samning. Smith, sem er 26 ára skrifaði undir 5 ára samning við United árið 2004.

Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Newcastle, er talinn hafa lokkað Smith til liðsins með loforði um að hann fái að spila reglulega. Ef af kaupunum verður, er Smith þriðji leikmaðurinn sem að Allardyce fær til félagsins síðan hann tók við liðinu í vor. Hann er þegar búinn að tryggja sér Mark Viduka og Joey Barton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×