Enski boltinn

Berbatov verður ekki seldur í janúar

NordicPhotos/GettyImages

Juande Ramos, stjóri Tottenham, hefur nú enn á ný ítrekað að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sé ekki til sölu. Breskir fjölmiðlar hafa orðað hann við stórliðin á Englandi reglulega síðan hann sló í gegn með Tottenham í fyrra.

"Það er enginn möguleiki á því að Berbatov verði seldur í janúar. Við þurfum þvert á móti mikið á honum að halda því við þurfum menn á borð við hann ef við ætlum okkur að ná takmörkum okkar," sagði Ramos.

Leikmaðurinn sjálfur hefur líka slegið á slúðrið og segist ánægður í London. "Það er mér ánægja og heiður að spila með Tottenham. Stuðningsmennirni standa við bakið á okkur hvort sem við vinnum eða töpum og það er ómetanlegt," sagði Búlgarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×