Liverpool í 16-liða úrslitin 11. desember 2007 21:33 Dirk Kuyt skoraði þriðja mark Liverpool í kvöld NordicPhotos/GettyImages Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira