Enski boltinn

Ronaldo verður skotmark ungliðanna

Ronaldo fær væntanlega vandaðar glósur frá ungliðunum
Ronaldo fær væntanlega vandaðar glósur frá ungliðunum NordicPhotos/GettyImages

Unglingaliðsmennirnir hjá Manchester United eru nú í óðaönn að undirbúa árlegan látbragðsleik þar sem þeir gera oftar en ekki grín að félögum sínum í aðalliðinu. Cristiano Ronaldo er sagður verða aðalskotmarkið að þessu sinni.

Ronaldo komst sem kunnugt er í heimsfréttirnar í sumar þegar hann hélt sóðalegt kynlífspartí með nokkrum félögum sínum og hópi vændiskvenna.

Þetta atvik verður að sjálfssögðu stærsta skotmarkið hjá húmoristunum í unglingaliði United sem þegar eru búnir að versla mikið af djörfum nærfatnaði og hjálpartækjum ástarlífsins til að setja leikritið á svið ef marka má frétt breska blaðsins Sun.

Wayne Rooney fékk á sama hátt að kenna á því við sama tækifæri fyrir nokkrum árum þegar fréttist að hann hefði átt vingott við konu sem var nógu gömul til að vera amma hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×