Enski boltinn

Moyes ákærður

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Moyes fær líklega sekt en einnig gæti hann mögulega fengið leikbann.
David Moyes fær líklega sekt en einnig gæti hann mögulega fengið leikbann.

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu vegna ummæla um dómarann Mark Clattenburg. Moyes vandaði Clattenburg ekki kveðjurnar eftir að lið hans tapaði í nágrannasleg fyrir Liverpool.

Tveir leikmenn Everton í leiknum fengu að líta rauða spjaldið og þá var augljósum vítaspyrnudómi sleppt þegar Jamie Carragher togaði niður Joleon Lescott. Moyes fær tækifæri til 11. desember til að svara ákærunni.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ákærður af enska knattpyrnusambandinu í gær en hann var einnig mjög ósáttur við Clattenburg dómara. Það var í leik United gegn Bolton um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×