Enski boltinn

Black fylgir Bruce til Wigan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eric Black.
Eric Black.

Eric Black hefur ákveðið að yfirgefa Birmingham og ætlar að elta Steve Bruce til Wigan. Black var aðstoðarmaður Bruce sem hætti störfum hjá Birmingham til að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Wigan.

Black var ráðinn stjóri Birmingham til bráðabirgða og stýrði liðinu í leiknum gegn Portsmouth á laugardaginn sem tapaðist.

Talið er að Black hafi komið til greina sem knattspyrnustjóri en þegar stjórnin gat ekki fullvissað hann um að fá það starf ákvað hann að láta sig hverfa. Bruce og Black hafa unnið mjög vel saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×