Erlent

10 þúsund íbúar Malibu snúa aftur

Íbúar í Malibu fylgjast með eldunum í gær.
Íbúar í Malibu fylgjast með eldunum í gær. MYND/AFP

Um tíu þúsund íbúar í Malibú í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum fengu að snúa aftur heim í morgun eftir að þeim varð gert að flýja undan skógareldum í gær. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki en um 35 heimili hafa orðið eldinum að bráð. Rúmlega átján ferkílómetra landsvæði hefur brunnið.

Eldarnir kviknuðu í gærmorgun. Lögregla telur annað hvort um íkveikju að ræða eða þá að raflína hafi fallið til jarðar og kveikt í. Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á um fjórðungi eldana en jörð er skræfaþurr og engin rigning í kortunum. Santa Ana-vindarnir - hnúkaþeyr úr Klettafjöllunum - hafa sótt í sig veðrið síðustu daga, en þeir héldu lífi í skógereldum í Kaliforníu í síðasta mánuði sem urðu fjórtán að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×