Erlent

Handtóku 2000 stuðningsmenn Sharifs

Stuðningsmenn Sharifs fagna fregnum af því að hann muni snúa aftur til landsins eftir útlegð í Sádi-Arabíu.
Stuðningsmenn Sharifs fagna fregnum af því að hann muni snúa aftur til landsins eftir útlegð í Sádi-Arabíu. MYND/AFP

Nærri tvö þúsund stuðningmenn Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, voru handtekinir í Lahore í morgun. Sharif er væntanlegur aftur til heimalands síns fyrir hádegi í dag. Hann hefur verið í útlegð í Sádí Arabíu síðan 2000. Ári áður rændi Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, völdum í landinu og bolaði Sharif úr forsætisráðherraembættinu.

Mörg þúsund stuðningsmenn forsætisráðherrans fyrrverandi bíða nú heimkomu hans og hafa undirbúið hátíðarhöld í fæðingarborg hans, Lahore. Sharif reyndi að snúa aftur heim í september síðastliðnum en var strax rekinn aftur úr landi. Heimkoma Sharifs er sögð ógna Musharraf og neyðarstjórn hans - sér í lagi ef hann myndi bandalag við Benasír Búttó, sem sneri heim í síðasta mánuði úr útlegð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×