Erlent

Bandaríkjamenn kaupóðir á kauplausa deginum

Kaupum ekkert dagurinn, er í dag. Þessum alþjóðlega baráttudegi er stefnt til höfuðs neysluhyggju og hann haldinn í 65 löndum, þar á meðal á Íslandi. Reyndar var hann í Bandaríkjunum í gær - á einum mesta verslunardegi ársins þar í landi. Bandaríkjamenn höfðu þessi alþjóðlegu tilmæli að engu og keyptu sem aldrei fyrr. Fyrsta stóra verslunarhelgin fyrir jól byrjaði þá fyrir dögun og stendur nú sem hæst.

Viðskiptavinir biðu í röðum við verslanir víða í Bandaríkjunum yfir nótt og streymdu svo inn þegar þær voru opnaðar í dögun. Dagurinn eftir þakkagjörðarhátíðina ár hvert er einn mesti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum. Hann hefur nokkrum sinnum slegið út síðasta laugardeginum fyrir jól. Það gera tilboð sem klárast á örskotsstundu.

Dagurinn er ekki opinber frídagur - og skal engan undra - en margir atvinnurekendur gefa starfsfólki sínu frí svo það geti skellt sér í innkaupaleiðangra. Það eru ekki allir hrifnir af hasarnum og sumir vilja losna hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×