Erlent

Explorer sökk eftir árekstur við ísjaka

Kanadíska farþega- og rannsóknarskipið Explorer - sem sigldi á ísjaka á Suðuríshafi, nærri Syðri Hjaltlandseyjum, í gærmorgun - sökk í dag. Skipið hafði legið á hliðinni og vonir bundnar við að það myndi ekki sökkva þar sem það væri sérstaklega styrkt.

154 farþegum og áhöfn var bjargað um borð í norska skemmtiferðaskipið Nordnorge. Olía lak úr Explorer eftir áreksturinn og olíubrák nær yfir þrjú þúsund og sexhundruð ferkílómtera hafsvæði. Skipið var notað til siglinga á Suðurskautinu á veturna en á Norðurslóðum yfir sumatímann - og hafði margsinnis viðdvöl á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×