Enski boltinn

Anelka: Ég hefði ekki átt að fara frá Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Franski framherjinn Nicolas Anelka hjá Bolton viðurkennir að líklega hafi það verið mistök hjá sér að fara frá Arsenal til Real Madrid árið 1999.

Anelka náði aldrei að festa sig í sessi hjá spænska liðinu og sömu sögu er að segja af veru hans hjá PSG, Liverpool, Man City og Fenerbahce.

"Ef maður skoðar Arsenal-liðið í dag má segja að kannski hafi ég gert mistök að fara þaðan. Auðvitað væri ég til í að spila í Arsenal í dag eins og líklega flestir framherjar - þeir spila frábæran bolta. En á miðað við hvaða mannskap þeir hafa úr að moða þar í dag- er ekki einu sinni víst að ég kæmist í liðið," sagði Anelka í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×